Þurfa ekki lengur að skima fullbólusetta

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Frá og með deginum í dag þarf ekki að skima fullbólusetta sjúklinga sem flytjast á aðrar stofnanir, heim með þjónustu opinberra aðila eða á Landakot og Vífilsstaði.

Enn um sinn er ætlast til að óbólusettir eða hálfbólusettir einstaklingar séu skimaðir fyrir flutning.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítala. 

„Heimilt er að flytja viðkomandi áður en niðurstaða liggur fyrir ef bið eftir svari veldur flæðishindrun. Slíkt er þó alltaf gert í samráði við og með vitund þeirra sem flytja sjúkling og taka á móti honum,“ segir í tilkynningunni.

Þá verður gæðaskjal um skimanir inniliggjandi sjúklinga endurskoðað og gefið út að nýju í samræmi við breyttar reglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert