Ákvörðun um AstraZeneca tekin eftir helgi

Hlé var gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi.
Hlé var gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi. AFP

Ákvörðun um áframhaldandi notkun bóluefnis AstraZeneca verður tekin eftir helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við mbl.is.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði áður sagt að ákvörðun um notkun bóluefnisins yrði tekin í dag, en nú er ljóst að svo verður ekki.

Hlé var gert á notk­un bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku þegar upp komu áhyggj­ur af að það gæti valdið blóðtöpp­um. 

Í gær til­kynnti Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) hins vegar að niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar væri sú að bólu­efni AstraZeneca væri ör­uggt og veiti mikla vernd gegn Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka