Biðja fólk að halda sig heima

Í grennd við upptök gossins.
Í grennd við upptök gossins. Ljósmynd/Björgunarsveitin Þorbjörn

Nú reynir á að passa hvert annað og miðla réttum upplýsingum. Þetta segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík vegna eldgossins í Fagradalsfjalli.

Við viljum biðja fólk um að halda sig heima við rétt á meðan við náum utan um ástandið. Einnig viljum við biðja fólk um að leggja ekki upp í gönguferðir núna eða annað slíkt. Það eykur álagið umtalsvert að þurfa að bregðast við óhöppum á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni.

Engin hætta á ferðum fyrir íbúa Grindavíkur

„Eldgosið er á besta mögulega stað með tilliti til hraunrennslis. Engin hætta er á ferðum fyrir íbúa Grindavíkur. Vindátt er með besta móti og fjarlægðin í eldgosið er mikil.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert