Engin breyting ef 1. maí væri á morgun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Litakóðunarkerfið er ekki fullkomið en þá erum við að fara eftir stöðunni í öðrum löndum,“ sagði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra þar sem hún og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræddu nýjar ráðstafanir á landamærum vegna kórónuveirufaraldursins.

Ráðherrarnir ræddu málin í beinu streymi á Facebook og fóru að mestu leyti yfir ákvörðun stjórnvalda um að heimila þjóðum utan Schengen-sam­starfs­ins að koma til lands­ins á ný hafi fólk þaðan gild bólu­efna­vott­orð.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni að 1. maí verði breytt fyrirkomulag við móttöku fólks á landamærum Íslands. Ráðstafanirnar felast í því að miða við litakóðun­ar­kerfi á áhætt­unni sem staf­ar frá farþegum frá ólík­um lönd­um miðað við ástand far­ald­urs­ins í land­inu.

Sóttvarnareglur sem gilda munu fyrir ólíka áhættuflokka.
Sóttvarnareglur sem gilda munu fyrir ólíka áhættuflokka. Skjáskot frá stjórnarráði

Eins og litakóðunin lít­ur út núna ættu íbú­ar grænna og app­el­sínu­gulra landa að geta sloppið við hluta þeirra sótt­varn­aráðstaf­ana sem gilda við kom­una til lands­ins.

Þótt heilbrigðisráðherra hafi staðfest í vikunni að litakóðunarkerfið tæki gildi 1. maí sagði Þórdís Kolbrún að ákvörðun um slíkt hafi verið tekin í janúar, þegar lítið var vitað um framgang bólusetninga.

„Ef 1. maí væri á morgun yrði engin breyting á landamærunum,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að þá yrði áfram gerð krafa um PCR-próf og tvær skimanir hjá fólki við komuna til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert