Fastir í Keflavík og leita að gistingu

Brynjar Barkarson, Jón Jónsson og Aron Kristinn Jónasson eru að …
Brynjar Barkarson, Jón Jónsson og Aron Kristinn Jónasson eru að spila á menntaskólaballi í Keflavík og komast hvergi. Reykjanesbrautin er lokuð vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. Ljósmynd/Aðsend

Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson, þ.e. poppdúóið ClubDub, eru fastir í Stapa í Hljómahöllinni Keflavík, eftir að Reykjanesbrautinni var lokað vegna yfirstandandi eldgoss í Fagradalsfjalli.

Þeir voru að spila á balli hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem er fyrsta menntaskólaball þeirra síðan Covid-19 skall á. Jón Jónsson söngvari var einnig að spila á sama balli.

Aron segir frá því að Jón hafi fyrst frétt af gosinu þegar hann steig af sviði og inn í baksvið. Honum var eðlilega brugðið.

Jón Jónsson var á sviði og það var ekki fyrr …
Jón Jónsson var á sviði og það var ekki fyrr en hann kom af því sem hann frétti að eldgos væri hafið í næsta nágrenni við tónleikastað. Ljósmynd/Aðsend

Grindvíkingar ruku af stað

Þegar ljóst varð að gos var hafið, þutu tugir Grindvíkinga sem voru í salnum af stað og út í bíl til þess að hasta sér heim áður en almannavarnir færu að varna þeim vegar.

Ekki fer sögum af því hvort þeir séu komnir á leiðarenda, en Aron segir í samtali við mbl.is að mikil umferð sé um allt á svæðinu og nokkur ringulreið.

Á Reykjanesbrautinni er bíll við bíl og fólk hvatt til að leita ekki á svæðið til að fylgjast með gosinu.

Umferð á Reykjanesbraut vegna eldgoss í Fagradalsfjalli.
Umferð á Reykjanesbraut vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kveðst hafa verið fyrstur til að taka eftir gosinu

Aron: „Brynjar sagði við mig á leiðinni hingað: „Er byrjað að gjósa þarna?“ Af því að það sást appelsínugulur mökkur á himninum. Ég hrútskýrði bara fyrir honum að þetta væri bara ljósmengun í Grindavík. En hann hafði rétt fyrir sér.“

Brynjar Barkarson grípur hér inn í símasamtal blaðamanns og Arons og fullyrðir: „Ég var fyrstur að sjá þetta af öllum.“

Brynjar Barkarson, til vinstri, kveðst hafa verið fyrstur til að …
Brynjar Barkarson, til vinstri, kveðst hafa verið fyrstur til að sjá gosið. Ljósmynd/Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal

Aron segir að nokkur spenna sé í fólki vegna gossins, samanber viðbrögð Grindvíkinganna. Eldgos hófst í Fagradalsfjalli fyrir rúmri klukkustund eftir tæpan mánuð af mikill skjálftavirkni á svæðinu. 

Þar sem ljóst er að tónlistarmennirnir komast hvorki lönd né strönd eftir lokanir á vegum auglýsir Aron hér með eftir gistingu í Keflavík, enda ljóst að hann er ekki á leiðinni burt í bráð.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert