Hjólasöfnun Barnaheilla hleypt af stokkunum

Hjólasöfnun Barnaheilla var hald­in fyrst árið 2012.
Hjólasöfnun Barnaheilla var hald­in fyrst árið 2012. mbl.is/Arnþór

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag, en þetta er í tíunda sinn sem söfnunin er haldin. 

Sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir afhenti fyrsta hjólið í söfnunina og hvatti þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau.

Hjólunum er safnað á endurvinnslustöðvum SORPU víða um höfuðborgarsvæðið og verða þau svo gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt verður að sækja um hjól í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga.

Sjálfboðaliðar munu gera hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau verða afhent til að tryggja að þau verði nothæf.

Söfnunin stendur yfir til 1. maí og hefjast þá úthlutanir á hjólum upp úr miðjum apríl og standa fram í maí. Rúmlega 2.500 börn hafa notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla frá því að hún var haldin fyrst árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert