Íbúar Þorlákshafnar hvattir til að loka gluggum

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út sem og aðrir viðbragðsaðilar. Hér …
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út sem og aðrir viðbragðsaðilar. Hér má sjá lokun við Suðurstrandarveg í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mælt er með því að íbúar í Þorlákshöfn haldi sig innandyra og loki gluggum, segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í samtali við mbl.is. Hann segir bæjaryfirvöld hafa setið á fundum með viðbragðaðilum vegna eldgossins á Reykjanesi, en því getur fylgt gasmengun.

„Þetta eru varrúðaráðstafanir. Ef það yrði gasmengun þá liggur hún í átt að Þorlákshöfn vegna vindáttarinnar. Þetta er lítið gos eins og er og gaslosun ekki mikil. En allur varinn er góður. Við sitjum fundi með viðbragðsaðilum og okkar hlutverk er að miðla upplýsingum og vera til taks ef á þyrfti að halda. Það er engin ástæða til að óttast,“ útskýrir Elliði.

Ef kemur til gasmengunar getur hún náð til Þorlákshafnar vegna …
Ef kemur til gasmengunar getur hún náð til Þorlákshafnar vegna vindáttarinnar. mbl.is/Þorgeir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert