Trúnaðarbrot hefur átt sér stað varðandi upplýsingar úr sjúkraskrá í Sóltúni og verður lekinn kærður til lögreglu. Tilvikið varðar einn íbúa og einn starfsmann hjúkrunarheimilisins.
Málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og embættis landlæknis sem hefur eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram á vefsíðu hjúkrunarheimilisins.
Um er að ræða upplýsingar úr sjúkraskrá náins ættingja Ölmu Möller landlæknis að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins.