Reykjanesbraut lokað

Eldgosið.
Eldgosið. Ljósmynd/Haukur Hilmarsson

Almannavarnir biðla til fólks um að halda sig heima og fara ekki á staðinn til þess að sjá eldgosið með berum augum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is.

Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut meðan almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar reyna að ná utan um aðstæður. Engin byggð eða mannvirki eru þó í bráðri hættu vegna hraunsins, að sögn Hjördísar. Ekki fengust upplýsingar um það hvar lokunin hefst.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð.

Reykjanesbraut er lokuð meðan almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar ná utan …
Reykjanesbraut er lokuð meðan almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar ná utan um aðstæður. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert