Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall.
Eldgos er hafið við Fagradalsfjall.

Búið er að virkja samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

„Hér eru allir komnir á sína pósta og byrjaðir að vinna eftir ákveðnu skipulagi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna.

Hún biðlar sérstaklega til fólks að fara ekki á gossvæði.

„Það er náttúrlega mjög mannlegt, og íslenskt, að fara á staðinn og kíkja. En við biðjum almenning að gefa fólkinu sem er að vinna á þessu svæði pláss,“ segir Hjördís.

Búið er að loka fyrir almenna umferð á vegunum í kringum svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert