Landsréttur staðfesti í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem réðst á öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017.
Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi tekið öryggisvörðinn hálstaki og dregið hann út úr anddyri Landsbankans, þar sem hann sparkaði svo í vörðinn.
Þá var honum gert að greiða málskostnað upp á samtals 1,4 milljónir króna.