Tapið nam 654 milljónum

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstr­ar­halli Þjóðkirkj­unn­ar var 654 millj­ón­ir króna á síðasta ári. Helg­ast það fyrst og fremst af ein­skipt­is fjár­hagsaðgerðum í efna­hags­reikn­ingi.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins. Árs­reikn­ing­ur Þjóðkirkj­unn­ar var samþykkt­ur af Kirkjuráði 12. mars sl.

„Viðamik­il end­ur­skipu­lagn­ing á rekstri kirkj­unn­ar er ein helsta skýr­ing þess­ar­ar niður­stöðu árs­reikn­ings­ins. Sala eigna sem voru of hátt bók­færðar mynda sölutap sem einnig er megin­á­stæða stöðunn­ar,“ seg­ir í svar­inu.

Kirkj­an ætl­ar að óska eft­ir fundi með stjórn­völd­um vegna upp­gjörs­ins. Hef­ur for­seta og fram­kvæmda­stjóra kirkjuráðs og skrif­stofu­stjóra Bisk­ups­stofu ásamt for­manni fjár­hags­nefnd­ar kirkjuþings verið falið að fylgja mál­inu eft­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert