Tapið nam 654 milljónum

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstrarhalli Þjóðkirkjunnar var 654 milljónir króna á síðasta ári. Helgast það fyrst og fremst af einskiptis fjárhagsaðgerðum í efnahagsreikningi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Ársreikningur Þjóðkirkjunnar var samþykktur af Kirkjuráði 12. mars sl.

„Viðamikil endurskipulagning á rekstri kirkjunnar er ein helsta skýring þessarar niðurstöðu ársreikningsins. Sala eigna sem voru of hátt bókfærðar mynda sölutap sem einnig er meginástæða stöðunnar,“ segir í svarinu.

Kirkjan ætlar að óska eftir fundi með stjórnvöldum vegna uppgjörsins. Hefur forseta og framkvæmdastjóra kirkjuráðs og skrifstofustjóra Biskupsstofu ásamt formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings verið falið að fylgja málinu eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert