Upptök gossins eru í Geldingadal

Upp­tök eld­goss­ins sem hófst nú fyr­ir rúm­um klukku­tíma eru í Geld­inga­dal, sunn­an Fagra­dals­fjalls. Hann er um 8 km norðaust­ur af Grinda­vík.

Þetta seg­ir veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Teg­und eld­goss­ins ligg­ur ekki fyr­ir að svo stöddu, að hans sögn, en hann bend­ir á að lág­skýjað sé á svæðinu. Skýja­hæð þar er um 300 metr­ar.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flýg­ur nú yfir svæðið, en í henni eru sér­fræðing­ar frá Veður­stof­unni og Há­skóla Íslands sem kanna nú svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert