Vatnsborð hefur hækkað í ám og lækjum á Suður- og Vesturlandi vegna úrkomu og hlýinda síðustu daga. Norðurá í Borgarfirði nálgast nú tveggja ára flóð og mikill ís er í ánni. Eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát í nágrenni árinnar.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofunnar.
Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag svo búast má við áframhaldandi vatnavöxtum þar.