Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitaviðureign Gettu betur nú í kvöld.
Sigurinn var öruggur en Verzló fékk 31 stigi á móti 17 stigum Kvennaskólans.
Eiríkur Kúld Viktorsson, Gabríel Máni Ómarsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd Verzló.
Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir skipuðu lið Kvennó.