Verzlunarskólinn sigraði í Gettu betur

Lið Verzlunarskólans með verðlaunin.
Lið Verzlunarskólans með verðlaunin. Skjáskot

Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitaviðureign Gettu betur nú í kvöld.

Sigurinn var öruggur en Verzló fékk 31 stigi á móti 17 stigum Kvennaskólans.

Eiríkur Kúld Viktorsson, Gabríel Máni Ómarsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd Verzló.

Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir skipuðu lið Kvennó.

Lið Verzlunarskóla Íslands.
Lið Verzlunarskóla Íslands. Skjáskot
Lið Kvennaskólans í Reykjavík.
Lið Kvennaskólans í Reykjavík. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert