500 til 700 metra gossprunga

Eldgosið séð úr lofti í kvöld.
Eldgosið séð úr lofti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldgosið sem hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall er enn talið lítið og gosstrókar eru lítið virkir.

Frá þessu greinir Veðurstofan í tilkynningu til fjölmiðla.

Gossprungan er um 500 til 700 metrar að lengd og hraunið sem þaðan hefur runnið er innan við einn ferkílómetri að stærð.

Eldgosið hófst um 20.45

Landhelgisgæslan og vísindamenn hafa flogið yfir gosstöðvarnar.

Eldgosið er nú talið hafa hafist um klukkan 20.45 í kvöld.

Starfsfólk Veðurstofunnar ásamt björgunarsveitarmönnum er lagt af stað á svæðið til gasmælinga.

Fyrsta myndin af eldgosinu sjálfu náðist úr þyrlu Landhelgisgæslunnar á …
Fyrsta myndin af eldgosinu sjálfu náðist úr þyrlu Landhelgisgæslunnar á ellefta tímanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert