Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands standa fyrir upplýsingafundi vegna eldgoss í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 14:00.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna fer yfir stöðu mála vegna gossins sem hófst í gær, ásamt Kristínu Jónsdóttur frá Veðurstofu Íslands og Magnúsi Tuma Guðmundssyni frá Háskóla Íslands.