Dalurinn lokar hraunið af að miklu leyti

Gosið er í Geldingadal við Fagradalsfjall. Eins og sjá má …
Gosið er í Geldingadal við Fagradalsfjall. Eins og sjá má á myndinni lokar dalurinn hraunið nokkuð af. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan birti fyrir skemmstu myndir sem teknar voru í flugi með vísindamönnum yfir gossvæðið í morgun. Á nokkrum myndum má sjá vel hvernig hraunið er lokað af inni í Geldingadal.

Hefur staðsetningin mikið um það að segja að ólíklegt er að hraunið renni langar leiðir og gæti jafnframt haft einhver áhrif á gasdreifingu.

Myndir úr flugi Landhelgisgæslunnar.
Myndir úr flugi Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Almannavarnir birtu þessa mynd sem sýnir eldstöðvarnar einnig vel.
Almannavarnir birtu þessa mynd sem sýnir eldstöðvarnar einnig vel. Ljósmynd/Almannavarnir
Hraunið í návígi.
Hraunið í návígi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Eldstöðvarnar í Geldingadal.
Eldstöðvarnar í Geldingadal. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert