Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari og fyrrverandi þingmaður Pírata, mun leiða Pírata í Norðausturkjördæmi.
Úrslit í prófkjöri Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi voru tilkynnt rétt í þessu.
Annað sæti hlaut Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir, sem hefur tekið sæti á þingi sem varaþingmaður, og þriðja sætið Hrafndís Bára Einarsdóttir.
Sjö voru í kjöri í Norðausturkjördæmi og greiddi alls 281 atkvæði eftir að frestur til þátttöku var framlengdur í síðustu viku.
Magnús Davíð Norðdahl lögmaður bar sigur úr býtum í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Hann hefur sérhæft sig í málefnum innflytjenda.
Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjórnarmaður og fyrrverandi varaþingmaður Pírata, hlaut annað sætið og Katrín Sig Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir og formaður samninganefndar ljósmæðra, hlaut þriðja sætið á listanum.
Alls tóku 402 þátt í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi en það var sömuleiðis framlengt vegna dræmrar þátttöku í síðustu viku. Sex voru í kjöri.