Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að gasmengun, sem mun mögulega svífa yfir höfuðborgarsvæðið vegna eldgossins í Geldingadal, sé ekki í hættulegu magni.
Þetta segir veðurfræðingur Veðurstofunnar, og vísar í endurreiknað gaslíkan.
„Það er einhver mengun að koma upp, en því miður erum við ekki með neina SO2-mæla í Hveragerði, svo við erum ekki að mæla neitt enn þá,“ segir veðurfræðingurinn.
Þá hafa lögreglumenn á svæðinu, sem eru með gasmæla á sér, ekki mælt neitt enn.
„Gaslíkön eru keyrð út frá ákveðnum tölum, og miðað við hvað gosið er lítið er SO2-magnið á líkaninu fimm sinnum minna en gert var ráð fyrir.“