Flaug um og mældi gasmengun

Melissa Anne Pfeffer hjá Veðurstofunni og Jamie Valleau McQuilkin hjá …
Melissa Anne Pfeffer hjá Veðurstofunni og Jamie Valleau McQuilkin hjá Resource að undirbúa gasmælingar á gossvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísindamennirnir Melissa Anne Pfeffer hjá Veðurstofunni og Jamie Valleau McQuilkin hjá Resource voru að undirbúa mæla sína fyrir gasmælingar þegar blaðamaður mbl.is hitti á þau í morgun í björgunarmiðstöðinni í Grindavík. Voru þau með sérhannaðan mæli sem sendur var frá háskólanum í Palermo á Ítalíu í síðustu viku, en hann er notaður til þess að mæla brennisteinsdíoxíð og eru niðurstöðurnar notaðar til að spá fyrir um hvernig gas muni dreifast.

Gasmælirinn sem kom frá háskólanum í Palermo.
Gasmælirinn sem kom frá háskólanum í Palermo. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nótt fór Melissa með mælinn í flug vísindamanna yfir gossvæðið. Var flogið í nokkur skipti yfir það og magn brennisteinsdíoxíðs, eða SO2, mælt í loftinu. Melissa segir að niðurstöðurnar verði notaðar sem inngangsgögn í dreifilíkan þannig að hægt sé að sjá fyrir hvernig gas muni dreifast miðað við það magn sem kemur upp frá gosinu.

Þau munu áfram sinna mælingum á svæðinu í dag og næstu daga.

Starfsfólk Resourse hleður mælingarbúnaði í bíla við björgunarmiðstöðina í Grindavík.
Starfsfólk Resourse hleður mælingarbúnaði í bíla við björgunarmiðstöðina í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert