Búast má við gasmengun vegna eldgossins á Reykjanesi. Gasdreifing er til austurs frá gosstöðvum en óvíst er um styrk gassins enn. Vísindamenn vinna að mælingum og spáin verður uppfærð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Sérfræðingar fóru í nótt út til mælinga og gerð verður gasspá fyrir almenning í dag. Gert er ráð fyrir að gas berist austur frá eldstöðinni en í úrkomu líkt og er spáð í dag og á morgun verður minna vart við það.