Spáð er suðvestanátt, 10-18 m/s með skúrum eða slydduéljum í dag en hægari austanlands og þurrt að kalla þar. Hvessir síðan dálítið vestanlands í kvöld.
Svipað veður á morgun, hvöss suðvestanátt með rigningu vestanlands, súld sunnan til en þurrara og bjartara yfir fyrir norðan og austan. Hiti almennt á bilinu 2 til 8 stig. Vestlægari átt og enn frekari rigning um vestanvert landið annað kvöld og kólnar dálítið.
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél vestan til. Sunnan og suðvestan 13-20 um norðvestanvert landið í kvöld.
Áfram sunnan og suðvestan 8-15 m/s á morgun en 13-18 vestan- og norðvestanlands. Rigning vestan til, súld sunnanlands en bjart með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og talsverð eða mikil rigning um landið vestanvert annað kvöld og kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s en 13-18 vestan- og norðvestanlands. Rigning vestan til, súld sunnanlands en bjart með köflum fyrir norðan og austan. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og talsverð eða mikil rigning um landið vestanvert um kvöldið og kólnar í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt með éljum en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt með éljum en úrkomulítið norðvestan til. Frost 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og él en þurrt að kalla á norðanlands. Dálítið hvassari með snjókomu eða slyddu um landið austanvert. Hiti um frostmark.
Á föstudag:
Útlit fyrir breytilega eða norðaustlæga átt, kalt veður og dálítil él eða snjókomu sunnan til.