Í beinni að safna sýnum úr hrauninu

Þyrlan er hægra megin á myndinni, en niðri við rauðglóandi …
Þyrlan er hægra megin á myndinni, en niðri við rauðglóandi hraunið má sjá tvo vísindamenn að störfum að safna sýni úr hrauninu. Skjáskot/Rúv

Vísindamenn á vegum Jarðvísindastofnunar eru nú á ferð við gossvæðið í Geldingadal þar sem þeir eru að safna sýnum úr hrauninu sem rennur upp úr sprungunni. Þetta kom fram í máli Björns Oddssonar sérfræðings hjá Almannavörnum í hádegisfréttum Rúv, en sjá mátti þyrluna sem vísindamennirnir flugu á í vefmyndavél Rúv á svæðinu. 

Þegar rýnt er í meðfylgjandi skjáskot úr vefmyndavélinni má sjá tvo einstaklinga niðri við hraunið þar sem þeir eru að störfum.

Er sýnatakan hluti af mælingum Jarðvísindastofnunar á gosefnum sem koma upp úr sprungunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert