Íbúðir koma í staðinn fyrir hótel

Svona mun húsið líta út eftir stækkun og breytingar. Svalirnar …
Svona mun húsið líta út eftir stækkun og breytingar. Svalirnar munu setja svip á húsið. Teikning/Arkís

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í ósk eiganda hússins Skipholt 1 um að innrétta þar 36 íbúðir. Fyrir liggur leyfi til að innrétta hótel í húsinu en nú hefur verið fallið frá þeim áformum.

Myndlista- og handíðaskólinn var áður til húsa í Skipholti 1 og seinna Listaháskóli Íslands. Kvikmyndaskóli Íslands var þar um tíma. Skipholt 1 samanstendur af tveimur húsum, samtals 2.938,2 fermetrar. Eldri hlutinn er frá árinu 1960, alls 1.867,2 fermetrar og nýrri hlutinn frá 1975, alls 1.070,8 fermetrar.

Fram kemur í fyrirspurn Aðalsteins Snorrasonar arkitekts til skipulagsnefndar, fyrir hönd eiganda, að árið 2017 samþykkti Reykjavíkurborg leyfi til að stækka húsið og innrétta það fyrir hótelstarfsemi. Gert var ráð fyrir 84 herbergjum fyrir 170 gesti.

Nú hafi aðstæður breyst og ekki þyki skynsamlegt annað en breyta húsinu í íbúðir. Meðfylgjandi tillögur samkvæmt frumdrögum Arkís arkitekta auki ekki það byggingamagn sem samþykkt var í tengslum við hóteláformin og húsið verði eftir stækkun 3.538,9 fermetrar. Eftir stækkun yrði hornhúsið fimm hæðir en aðrir hlutar fjórar hæðir. Svalir verða settar á húsið og gefa því svip, að því er fram  kemur í umfjöllun um byggingaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Svona lítur húsið Skipholt 1 út í dag. Engin starfsemi …
Svona lítur húsið Skipholt 1 út í dag. Engin starfsemi hefur verið í húsinu að undanförnu. mbl.is/sisi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert