Komust mjög nálægt gosinu

Eldgos í Geldingadal.
Eldgos í Geldingadal. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar hafa haft í nógu að snúast undanfarinn tæpan sólarhring vegna eldgossins í Geldingadal. Þyrlan flýgur nú með vísindamenn, viðbragðsaðila almannavarna og ráðamenn yfir gossvæðið, svo að þeir megi glöggva sig á aðstæðum.

Varðstjóri gæslunnar sagði í góðlátlegu gríni við mbl.is að Landhelgisgæslan hefði sinnt eins konar leigubílaþjónustu fyrir viðkomandi aðila síðustu klukkustundir.

Þyrluflugmenn lentu við gosstaðinn í dag og tóku myndir sem birtar voru á samfélagsmiðlareikningum gæslunnar. Þar sést hraunflæði gossins vel enda komust flugmennirnir ansi nálægt gosinu. 

Hrannar Sigurðsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, stillti sér svo upp með hundi sem var í fylgd eigenda sinna á göngu við gossvæðið.

Hrannar Sigurðsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, og óþekktur (en ekki óþekkur) …
Hrannar Sigurðsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, og óþekktur (en ekki óþekkur) hundur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Óhætt er að segja að undanfarinn sólarhringur hafi verið viðburðaríkur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, vísindamönnum og öðrum sem hafa flogið yfir gosið í Geldingadal á Reykjanesi.

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Laugardagur, 20. mars 2021

Al­manna­varn­ir hafa sent frá sér leiðbein­ing­ar til al­menn­ings um hvað beri að var­ast ef farið er nærri gosstöðvun­um í Geld­inga­dal. Meðal ann­ars er þar varað við að göngu­ferðin geti verið nokkuð löng, veður geti breyst með skömm­um fyr­ir­vara og að gasmeng­un geti verið tals­verð í næsta ná­grenni við gosstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert