Kort sýnir sprunguna í hlíðum Geldingadals

Kort/Jarðvísindastofnun HÍ

Í nýju korti frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er sýnt hvernig talið er að gossprungan leggi sig um suðausturhlíðar Geldingadals.

Sjá má á kortinu hvernig hraunið rennur í norðvestur og suðvestur út frá báðum endum sprungunnar, en dalurinn sjálfur liggur austan megin í Fagradalsfjalli.

Um er að ræða bráðabirgðaútreikninga sem gerðir voru eftir ferð um borð í flugvél Isavia yfir gosstöðvarnar.

Suðurendi sprungunnar liggur beint norður af dalnum Nátthaga, þar sem fyrr var talið líklegast að gos kæmi upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert