Myndir: Eldur logar í Fagradalsfjalli

Tæpur mánuður er liðinn frá því skjálftavirkni hófst undir Fagradalsfjalli.
Tæpur mánuður er liðinn frá því skjálftavirkni hófst undir Fagradalsfjalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Jóhannesson ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is flaug yfir jarðeldana í Fagradalsfjalli undir miðnætti um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hér má sjá nokkrar þeirra mynda sem náðust af gosinu og sömuleiðis hrauninu þar sem það rennur í Geldingadal.

Hraunstraumar sjást renna frá sprungunni sem myndaðist í kvöld.
Hraunstraumar sjást renna frá sprungunni sem myndaðist í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kvikan hefur rofið jarðskorpuna og upp úr sprungunni vellur hraun.
Kvikan hefur rofið jarðskorpuna og upp úr sprungunni vellur hraun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hraunið hefur runnið bæði í vestur og suður frá sprungunni.
Hraunið hefur runnið bæði í vestur og suður frá sprungunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Myndirnar náðust á flugi með Landhelgisgæslunni um miðnætti.
Myndirnar náðust á flugi með Landhelgisgæslunni um miðnætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sprungan hefur verið talin vera 0,5-1 kílómetri að lengd.
Sprungan hefur verið talin vera 0,5-1 kílómetri að lengd. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hraunið sker eldrautt í gegnum myrkrið.
Hraunið sker eldrautt í gegnum myrkrið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert