Norðurslóðamiðstöð á Akureyri

Guðlaugur Þór og Bryndís á blaðamannafundinum.
Guðlaugur Þór og Bryndís á blaðamannafundinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég tel mikilvægt að við skilgreinum okkur sem norðurslóðaríki og við tölum ávallt í þágu íbúa norðurslóða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem tók í gær við tillögum að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Í framhaldinu mun ráðherra leggja fram þingsályktunartillögu, byggða á stefnunni.

„Mikilvægi norðurslóða hefur breyst mjög mikið á þessum tíma og það er engin tilviljun að þetta hafi verið ein af höfuðáherslunum í utanríkisstefnunni á mínum tíma,“ segir hann og bætir við að sjálfbærni sé grunnþema í þeirri stefnu.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti tillögur nefndarinnar á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. Hún telur mikilvægt að móta stefnu í samræmi við aukinn áhuga heimsbyggðarinnar á norðurslóðum.

„Það hefur mjög margt breyst á þessum tíu árum. Við sjáum til dæmis gígantískar breytingar í loftslagsmálum í ljósi hlýnunar jarðar og áhuginn á svæðinu eykst í hlutfalli við það. Við sjáum einnig mikla hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu og á sama tíma sjáum við Vesturveldin uggandi yfir þessari þróun,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag og bætir við að vitanlega sé lögð áhersla á að norðurslóðir verði lágspennusvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert