Reikna líklegustu leiðir hraunsins

Kort/Jarðvísindastofnun HÍ

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur reiknað út og birt líkan yfir líklegustu leiðir hrauns sem renna mun frá gosinu í Geldingadal.

Eins og sjá má á kortinu er talið líklegast að hraun renni í suður frá Fagradalsfjalli frekar en norður.

Ljóst er enn fremur að íbúar Grindavíkur eiga ekki að þurfa að óttast hraunrennsli nærri byggðinni.

Erfitt að segja til um þróunina

Bjarki Kaldalóns Fri­is nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veðurstofunni tjáði mbl.is á öðrum tímanum í nótt að erfitt væri að segja til um hvernig hraun­flæðið þró­ast, hvort það mesta sé yf­ir­staðið eða hvort það eigi eft­ir að aukast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert