Ríkið greiði útboðsgjald til baka

Steik. Mest er flutt inn til landsins af fersku svína- …
Steik. Mest er flutt inn til landsins af fersku svína- og nautakjöti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur dæmir að gjald sem fyrirtæki greiða fyrir tollkvóta vegna innflutnings búvara teljist skattur. Stjórnvöldum sé óheimilt að leggja á skatta og sé þessi gjaldtaka því ekki talin samrýmast ákvæðum stjórnarskrár.

Féllst Landsréttur á kröfu innflutningsfyrirtækis um endurgreiðslu á gjaldi fyrir tollkvóta á árinu 2018 og sneri með því við dómi héraðsdóms.

Stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið um heimild til innflutnings á tilteknu magni búvara á ári hingað til lands. Heimildirnar eru auglýstar reglulega og fyrirtækjum gefinn kostur á að bjóða í þá. Eftirspurn hefur verið eftir þessum heimildum og var verðið tiltölulega hátt eftir að innflutningurinn var heimilaður. Samkvæmt búvörulögum hefur landbúnaðarráðherra heimildir til að ákveða með reglugerð hvernig velja skal á milli þeirra sem gera tilboð og við hvaða boð, eða aðra fjárhæð, skuli miða hið álagða gjald, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert