Skjálftarnir á litlu dýpi

Skjálftar mælast nærri gosstöðvunum.
Skjálftar mælast nærri gosstöðvunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfram er lítil skjálftavirkni við kvikuganginn og gosstöðvarnar sem myndast hafa í Geldingadal í Fagradalsfjalli. Skjálftarnir eru á litlu dýpi eins og þeir sem orðið hafa undanfarið.

Starfsfólk frá Veðurstofunni fór að hrauninu til að mæla magn og styrk þess gass sem frá því stafar. Ekki hafa fengist niðurstöður úr þeim mælingum, segir Bjarki Kaldalóns Fri­is, jarðfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við mbl.is

Mun snúa í sunnanátt

Reiknað er með áframhaldandi vestanátt næstu klukkutímana sem þýðir að íbúar Þorlákshafnar og nágrennis gætu fundið fyrir gasmengun.

Búist er við að svo muni snúast í sunnanátt. Þá gæti gas lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Bjarki segir að rigning ætti að hjálpa til við að stemma við því stigu.

Enn mælist engin aska í nágrenni gosstöðvanna á til þess gerðum mælitækjum Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert