Sprungan allt að kílómetri að lengd

Kvikan hefur rofið jarðskorpuna og upp úr sprungunni vellur hraun.
Kvikan hefur rofið jarðskorpuna og upp úr sprungunni vellur hraun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérfræðingar á vegum Jarðvísindastofnunar flugu með vél Isavia yfir jarðeldana í Fagradalsfjalli í kvöld, meðal annars í því skyni að staðsetja gosstöðvarnar.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að gossprungan sé 0,5-1 kílómetri að lengd. Áður hefur hún verið metin 500 til 700 metrar að lengd.

Svipar til gossins á Fimmvörðuhálsi

Sprungan hefur stefnuna suðvestur-norðaustur, rétt eins og kvikugangurinn sem vísindamenn höfðu reiknað út að lægi undir yfirborðinu.

Hraunið rennur niður í Geldingadal og safnast þar fyrir, segir í tilkynningu stofnunarinnar.

„Gosið er frekar lítið, svipað gosinu á Fimmvörðuhálsi fyrir réttum 11 árum síðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert