Stórbrotnar drónamyndir af gosinu

00:00
00:00

Fyrstu dróna­mynd­irn­ar af eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli eru byrjaðar að ber­ast og mbl.is sýn­ir hér mynd­ir sem Sig­urður Þór Helga­son tók við krefj­andi aðstæður yfir gos­inu í nótt og þær eru í einu orði sagt stór­brotn­ar.

Sig­urður, sem er eig­andi DJI Reykja­vík-versl­un­ar­inn­ar, seg­ir að mjög hvasst hafi verið á svæðinu en sjálf­ur var hann stadd­ur í 5-6 kíló­metra fjar­lægð frá gos­inu sjálfu þegar hann tók þær. Drón­inn var í 500-800 metra fjar­lægð frá kraum­andi eld­haf­inu. Sig­urður Þór var í slag­togi við vís­inda­menn Há­skóla Íslands sem voru að safna upp­lýs­ing­um og gosið sem hófst í Geld­inga­dal í gær.

Um tíma óttaðist hann um tækið, DJI Mat­rice 300 RTK, sem kost­ar fleiri millj­ón­ir þegar hann missti sam­band við drón­ann sem þurfti að nauðlenda. En best er að láta mynd­irn­ar í mynd­skeiðinu tala sínu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert