Þjófar á ferðinni

Þjófar voru á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Meðal annars var stolið frá gesti Salalaugar í Kópavogi. 

Í dagbókinni kemur fram að tilkynnt hafi verið um þjófnað úr verslun í miðborginni síðdegis og að sá grunaði hafi verið látinn laus að lokinni skýrslutöku. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr annarri verslun í sama borgarhluta, það er 101.

Tilkynnt var til lögreglu um slagsmál í Grafarvoginum um miðnætti en ekkert frekar skráð um þau í dagbók lögreglunnar. 

Önnur brot sem skráð eru tengjast umferðarlagabrotum, svo sem akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án ökuréttinda. Einn þeirra sem voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna var með fíkniefni í fórum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert