Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar, ásamt því að tvær óökuhæfar bifreiðar voru fluttar af vettvangi. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur auk þess sem tilkynnt var um brotna rúðu í bifreið í Kópavogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert