Enginn var með allar tölur réttar í Lottóútdrætti vikunnar og verður potturinn því fimmfaldur í næstu viku. Fimm skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra tæpar 159 þúsund krónur.
Miðarnir voru keyptir í Prinsinum við Þönglabakka í Reykjavík, einn miðinn var í áskrift og þrír miðanna voru keyptir í Lottó-appinu.
Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hvor þeirra tvær milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Fjarðarkaupum og hinn í Hagkaup Skeifunni.
Þá voru sex miðahafar með fjórar réttar tölur í réttri röð og fá fyrir það 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í N1 við Hringbraut, Fjarðarkaupum, N1 við Lækjargötu, einn miðinn var í áskrift og tveir miðanna voru keyptir á lotto.is.