Upplýsingafundi almannavarna frestað til 14:00

Fyrstu myndir í björtu af gosinu.
Fyrstu myndir í björtu af gosinu. Ljósmynd/Almannavarnir

Almannavarnir hafa ákveðið að fresta upplýsingafundi sínum sem boðaður hafði verið klukkan 11:00 í dag. Verður fundurinn haldinn klukkan 14:00 í staðinn.

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að vegna veðurglugga fyrir hádegi þyki mikilvægt að nota hann til að kanna gosið enn frekar. Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá Almannavörnum er það til marks um hættulaust ástand að ákveðið sé að nýta frekar tímann í skoðun á gosinu en í upplýsingafund.

Á fundinum verður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ásamt Kristínu Jónsdóttur frá Veðurstofu Íslands og Magnúsi Tuma Guðmundssyni frá Háskóla Íslands. Magnús Tumi er á leið í flug yfir gosið til að kanna aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert