Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða eldgosið í Geldingadölum. Vísindaráð varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum við núverandi aðstæður.
Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, ÍSOR, KAUST-háskóla, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingum Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur auk fulltrúa frá Embætti landlæknis, Isavia-ANS og HS-Orku. Á fundinum var farið yfir úrvinnslu á nýjustu mælingum og gögnum sem vísindamenn á Veðurstofunni, Háskóla Íslands og ÍSOR hafa unnið að.
Fjórar sviðsmyndir eru nú í gildi að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild. Í fyrsta lagi getur dregið smám saman úr gosinu og því gæti lokið á næstu dögum eða vikum. Í öðru lagi geta nýjar gossprungur opnast á núverandi gosstað eða á kvikuganginum í næsta nágrenni Fagradalsfjalls. Þriðja sviðsmyndin er sú að minni líkur séu á stærri skjálftum í nágrenni Fagradalsfjalls vegna kvikuflæðis og fjórða sviðsmyndin er sú að skjálfti að stærð 6,5 gæti orðið sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum.
Helstu hættur í nágrenni gosstöðvana eru: