Flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti …
Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti tvímenningana til Reykjavíkur. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti bílstjóra og farþega bíls sem valt á Skaftártunguvegi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, nú síðdegis. Tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan fjögur í dag og voru sjúkrabílar sendir á vettvang. 

Þyrla gæslunnar lenti í Vík í Mýrdal og mætti þar sjúkrabílunum. Tvímenningarnir voru svo fluttir til Reykjavíkur á sjúkrahús en þeir eru ekki í lífshættu. 

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti við mbl.is að ekki væri grunur um að nokkurt saknæmt hafi átt sér stað. Talið sé að bílstjóri hafi einfaldlega misst stjórn á bifreiðinni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti …
Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti tvímenningana til Reykjavíkur. mbl.is/Jónas Erlendsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti …
Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti sjúkrabílum í Vík í Mýrdal og flutti tvímenningana til Reykjavíkur. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert