Fór á skeljarnar við gosstöðvarnar

Sigurbjörn Hlöðver Jóhannson og Ólöf Helga Jónsdóttir nýtrúlofuð.
Sigurbjörn Hlöðver Jóhannson og Ólöf Helga Jónsdóttir nýtrúlofuð. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson er að vonum í skýjunum eftir að hafa farið á skeljarnar og beðið unnustu sinnar, Ólafar Helgu Jónsdóttur, við rætur eldgossins í Geldingadal í dag. Ólöf gat enda ekki annað en sagt já við svo mögnuðu bónorði. 

Það var ekki dónalegt útsýnið úr þyrlunni sem flutti Sigurbjörn …
Það var ekki dónalegt útsýnið úr þyrlunni sem flutti Sigurbjörn og Ólöfu að gosstöðvunum. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Þau flugu með þyrlu Heli Austria upp að gossvæðinu í dag og Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari fékk að fljóta með. Hún tók bæði magnaðar myndir af gosinu sjálfu og nýlofaða parinu. 

„Nú erum við komin upp á hótel í miðbænum og ætlum að fara út að borða og njóta lífsins,“ segir Sigurbjörn við mbl.is, ansi spenntur yfir þessu öllu saman.

Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Sigurbjörn og Ólöf hafa verið saman í sex ár og eiga eitt barn saman sem er á öðru ári. Fyrir á Sigurbjörn son sem er að verða 13 ára. 

Sigurbjörn hafði rætt áður við eiganda Heli Austria um að koma að bónorðinu og þegar fór að gjósa flýtti hann sér að hringja og bóka ferð. Hann segir að þjónusta þeirra hafi verið ótrúleg og er glaður að ljósmyndari hafi verið með í för. 

Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert