Horft ofan í augað

Ljós­mynd­ar­inn og at­hafnamaður­inn Björn Stein­bekk hefur verið iðinn við að mynda eldgosið í Geld­inga­dal aust­an í Fagra­dals­fjalli í dag, en til verksins notar hann dróna. Hefur hann meðal annars flogið drónanum yfir gossprunguna og horft niður í auga gosflaumsins.

Sjón er sögu ríkari, en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá drónamyndir sem sýna svæðið bæði í björtu og myrkri og er ekki hægt að segja annað en fegurðin sé dáleiðandi. Al­manna­varna­deild biðlar þó til þeirra sem hyggj­ast fara að gossvæðinu að fara gæti­lega, ýms­ar hætt­ur leyn­ist á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka