Kveikti í sígarettu með eldheitu hrauni

Fjöldi fólks við gosstöðvarnar í nótt.
Fjöldi fólks við gosstöðvarnar í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadal austan í Fagradalsfjalli í gærkvöldi og í nótt. 

Fjölmargir deildu myndum af sér í nálægð við gosið á samfélagsmiðlum, meðal annars Saif Afana sem deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlinum TikTok kveikja í sígarettu með eldheitu hrauni. 

Almannavarnadeild hefur biðlað til fólks að fara gætilega og halda skynsamlegri fjarlægð frá gígnum. Hraunrennsli getur aukist og breytt um stefnu fyrirvaralaust auk þess sem fleiri hættur leynist í grennd við gosstöðvarnar. 

Lítið skyggni er nú í Geldingadal. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert