Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka svæði næst gossprungunni í Geldingadal, en sú ákvörðun er byggð á ályktun vísindaráðs um að stóri gígurinn geti brostið og hrauntaumurinn breytt hratt um stefnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu almannavarna.
Jafnframt er bent á þá hættu að önnur gossprunga opnist í grennd við gíginn, en það gerðist í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010. Sjá má það svæði sem lokað verður á meðfylgjandi mynd.
Bendir lögreglustjórinn jafnframt á eftirfarandi atriði varðandi hættur sem kunna að skapast í kringum gosstöðvarnar.
Að lokum er bent á að spáð sé vondu veðri næsta sólarhringinn og að ferðafólk þurfi að vera mjög vel útbúið ef það ætli sér að ganga að gosstöðvunum. Veðrið versnar talsvert í nótt með hvassviðri, slyddu eða snjókomu.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum. Sú ákvörðun er...
Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Sunday, March 21, 2021