Mannvistarleifar glötuðust ekki

Oddgeir Isaksen fornleifafræðingur Minjastofnunar.
Oddgeir Isaksen fornleifafræðingur Minjastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki fund­ust mann­vist­ar­leif­ar í at­hug­un forn­leifa­fræðings Minja­stofn­un­ar á gossvæðinu í Fagra­dals­fjalli í gær, sem gera þurfti í snar­hasti eft­ir að tekið var að gjósa. Eng­ar minj­ar hafa því farið for­görðum svo vitað sé.

Hugs­an­legt var talið að dys land­náms­manns­ins Ísólfs leynd­ist í Geld­inga­daln­um. Odd­geir Isak­sen forn­leifa­fræðing­ur, sem fór og at­hugaði málið, kveðst ekki hafa fundið nein­ar mann­vist­ar­leif­ar á hryggn­um þar sem þær hefðu getað verið.

Flýtti sér með þyrlu

„Það er gott að það var ekk­ert sem fór for­görðum þarna,“ seg­ir Odd­geir í sam­tali við mbl.is. „Ég sá ekki dal­inn í heild sinni áður en hann fór und­ir hraun, þannig að ég þori ekki að sverja fyr­ir að ekk­ert hafi farið und­ir, en af loft­mynd­um að dæma er það ólík­legt.“

Odd­geir fór með þyrlu í Geld­inga­dal í gær í rann­sókn­ar­skyni, þar sem enn var óljóst hvort um raun­veru­lega dys væri að ræða. Þegar hann kom á staðinn varð ljóst að svo var ekki, enda þótt það sé gefið í skyn í ör­nefna­skrá. Slík skjöl eru ekki óbrigðul heim­ild um forn­leif­ar.

Á myndinni er hryggurinn auðkenndur, þar sem talið var að …
Á mynd­inni er hrygg­ur­inn auðkennd­ur, þar sem talið var að dys Ísólfs kynni að leyn­ast. Eng­in merki fund­ust um hana við leit forn­leifa­fræðings. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Um leið kannaði Odd­geir af­gang­inn af daln­um og sá ekki að þar væri nokkr­ar mann­vist­ar­leif­ar að finna. 

Ísólfs­skáli helsta áhyggju­efnið 

Miðað við hraun­rennslið núna gæti Geld­inga­dal­ur fyllst af hrauni eft­ir 10-20 daga og þá er lík­legt að hraunið taki stefn­una suður niður í Nátt­haga. Ef það held­ur enn áfram þaðan er Ísólfs­skála­jörðin kom­in í hættu og er það helsta áhyggju­efni Minja­stofn­un­ar, seg­ir Odd­geir.

„Þar er þetta týpíska ís­lenska minja­lands­lag. Það er bæj­ar­hóll, þar sem búið er að byggja sum­ar­hús yfir, og svo eru sjó­minj­ar í hraun­inu og fleiri hundruð metr­ar af þurrk­görðum. Einnig eru land­búnaðar­minj­ar á svæðinu; túng­arðar og úti­húsatóft­ir, sýni­leg­ast­ar frá 19. öld en vissu­lega leyn­ast land­náms­minj­ar und­ir sverði,“ seg­ir Odd­geir.

Ísólfsskáli er rétt sunnan við Suðurstrandarveg.
Ísólfs­skáli er rétt sunn­an við Suður­strand­ar­veg. map.is

Þar sem eld­virkni er haf­in á Reykja­nesskaga er óhjá­kvæmi­legt að áhersla á skrán­ingu forn­leifa fær­ist á svæðið. Það er sögn Odd­geirs til að búa í hag­inn ef frek­ari gos verða. Þá skipt­ir máli að hafa skrá­sett minjarn­ar.

Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi.
Eld­gos í Geld­inga­dal á Reykja­nesi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert