Minna gas kemur upp úr gosstöðinni

Gosstöðin í Geldingadal, þegar þyrla Norðurflugs flaug þar yfir síðdegis …
Gosstöðin í Geldingadal, þegar þyrla Norðurflugs flaug þar yfir síðdegis í dag, sunnudag. Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson

Bráðabirgðaniðurstöður á gasmælingum við eldstöðina í Geldingadal benda til þess að efnamettun lofts frá eldgosinu af brennisteinsdíoxíði (SO2), koldíoxíði (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) hafi minnkað frá því í morgun. Þetta segir Mel­issa Anne Pf­ef­fer, sérfræðingur hjá Veðurstofunni í gasrannsóknum.

Þrátt fyrir að heildarmagn gastegundanna sé að minnka segir Melissa að hlutfall mismunandi gastegunda sé eftir sem áður óbreytt. Nánar var rætt við Melissu fyrr í dag á mbl.is þar sem hún sagði frá gasrannsóknum á svæðinu, bæði með fjarkönnunarbúnaði þar sem litrófsgreiningu var beitt sem og staðkönnunarbúnaði, þar sem mælingin er í formi gegnumstreymis á gasi í gegnum mæli.

Melissa segir að þessi niðurstaða þýði í grundvallaratriðum að hætta á mengun lengra frá gossvæðinu sé minni en áður. Hins vegar tekur hún fram að alveg við gossvæðið sé mengunin áfram jafn mikil og áður samkvæmt nýjustu mælingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert