Spilar á gítar til að halda sönsum

Það er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér þrátt fyrir að álagið í starfinu geti verið yfirþyrmandi. Þetta eru þau skilaboð sem fjárfestar hafa gefið Stefaníu Ólafsdóttur, forstjóra Avo, sem spilar á gítar á hverjum degi til að kúpla sig út úr álaginu sem fylgir því að leiða alþjóðlegt fyrirtæki.

Stef­an­ía stofnaði Avo ásamt Sölva Loga­syni en fyr­ir­tækið hef­ur vakið mikla at­hygli að und­an­förnu og ekki að ósekju. Tekj­ur þess tí­földuðust, þreföld­un varð á starfs­mannateymi þess og notk­un nú­ver­andi viðskipta­vina á hug­búnaði Avo jókst um ríf­lega 200% á síðasta ári.

Fyr­ir­tækið á ræt­ur sín­ar í rúss­íbanareiðinni í kring­um Quiz Up-spurn­inga­leik­inn á síðasta ára­tug og var stofnað af lyk­il­starfs­fólki í hug­búnaðart­eymi Plain Vanilla þegar æv­in­týrið í kring­um leik­inn var á enda. Avo hef­ur nú starfs­stöðvar víða um heim og þjón­ust­ar stór alþjóðleg fyr­ir­tæki á borð við banda­ríska gít­ar­fram­leiðand­ann Fend­er.

Í mynd­skeiðinu er brot úr spjalli henn­ar við Björt þar sem hún segir frá mikilvægi þess að slíta sig frá daglegu amstri endrum og eins. Þátt­ur­inn í heild er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert