Tilkynnt var um tvö tilfelli þjófnaðar í heimahúsi í dag. Fram kemur í dagbók lögreglu að ummerki hafi verið sambærileg í báðum málum. Fatnaður og fleira var tekið.
Þá kemur fram í dagbók lögreglu að ökumaður hafi verið stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Ökumaðurinn hafði áður verið tilkynntur til lögreglu vegna ónæðis í fjölbýlishúsi.