Veðurstofa Íslands segir að gera megi ráð fyrir hviðum yfir 30 m/s á norðvestanverðu landinu í kvöld og á morgun. Að því tilefni eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Veðurhorfur næstu daga á landinu gera ráð fyrir áframhaldandi hvassviðri og úrkomu víðast hvar.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 8-15 m/s, en norðlægari NV-lands. Víða él, en léttskýjað NA-til. Hiti um og yfir frostmarki.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu í fyrstu, en síðan éljum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Ákveðin austlæg eða suðaustlæg átt með slyddu eða rigningu, en snjókomu á N-landi. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag og laugardag:
Austlægar og norðaustlægar áttir með úrkomu í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki syðst en vægt frost fyrir norðan.
Á sunnudag (pálmasunnudagur):
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu eða slyddu um sunnan- og austanvert landið en dálítilli snjókomu fyrir norðan. Kólnar lítillega.