Vill klára 15-20 friðlýsingar fyrir kosningar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það sem af er þessu kjör­tíma­bili hafa 14 staðir og svæði verið friðlýst­ir, en til viðbót­ar eru 23 friðlýs­ing­ar í vinnslu hjá Um­hverf­is­stofn­un og um­hverf­is­ráðuneyt­inu. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, seg­ist von­ast til að klára 15-20 af þess­um friðlýs­ing­um fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins í sept­em­ber.

Á föstu­dag­inn var til­kynnt um að gengið hefði verið frá und­ir­rit­un á friðlýs­ingu Geys­is og Kerl­ing­ar­fjalla sam­kvæmt ramm­a­áætl­un, en áður hafði Geys­ir verið friðlýst­ur sem nátt­úru­vætti og Kerl­ing­ar­fjöll öll friðlýst sem lands­lags­vernd­ar­svæði. Guðmund­ur seg­ir að verið sé að leggja loka­hönd á friðlýs­ingu Varmárósa og það muni lík­leg­ast liggja form­lega fyr­ir á næstu tveim­ur vik­um.

Háhitasvæðið í Kerlingarfjöllum var friðlýst fyrir orkuvinnslu í gær. Fyrir …
Há­hita­svæðið í Kerl­ing­ar­fjöll­um var friðlýst fyr­ir orku­vinnslu í gær. Fyr­ir nokkr­um árum stóð þar yfir brú­ar­vinna til að auðvelda aðgengi gesta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Átak í friðlýs­ing­um frá ár­inu 2018

„Eitt af því fyrsta sem ég gerði eft­ir að ég tók við ráðuneyt­inu var að skipu­leggja og setja af stað átak í friðlýs­ingu,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við mbl.is, en átakið fór af stað árið 2018. Áður hafði Alþingi samþykkt áætlan­ir um friðlýs­ing­ar árin 2004 og 2009 og þá var vernd­ar­flokk­ur ramm­a­áætl­un­ar samþykkt­ur á þing­inu árið 2013. Seg­ir hann að þetta hafi því verið fyr­ir­liggj­andi verk­efni sem ekki hafi tek­ist að klára og hann viljað sjá þessi mál áfram.

Sam­hliða áætl­un­un­um og vernd­ar­flokk­in­um seg­ir Guðmund­ur Ingi að ráðuneyt­inu hafi borist hug­mynd­ir frá heima­fólki og sveit­ar­stjórn­um um mögu­leg­ar friðlýs­ing­ar. Að lok­um hafi komið til áskor­an­ir vegna ágangs ferðafólks. Farið hafi verið yfir öll þessi mál í ráðuneyt­inu og sett upp for­gangs­áætl­un, en með nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi hafi friðlýs­ing­ar verið sett­ar á odd­inn, meðal ann­ars í stjórn­arsátt­mála.

Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið tilkynnt um 14 friðlýsingar.
Í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar hef­ur verið til­kynnt um 14 friðlýs­ing­ar. Kort/​mbl.is

„Það er kom­inn auk­inn kraft­ur í þetta núna“

Sam­tals eru friðlýst svæði í dag um 120, en sem fyrr seg­ir hafa á síðustu þrem­ur og hálfu ári 14 svæði hlotið friðlýs­ingu. „Það er kom­inn auk­inn kraft­ur í þetta núna,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi og bæt­ir við að hann sé stolt­ur af ár­angri síðustu ára.

Þegar horft er til þess hvað geti heyrt und­ir friðlýs­ingu seg­ir Guðmund­ur Ingi að það geti verið meðal ann­ars merki­leg­ar jarðminj­ar, merki­leg búsvæði dýra og plantna, lands­lag og víðerni. „Þarna er verið að taka ákvörðun um að þetta séu svæði sem við vilj­um vernda og nýta með þeim hætti að nýt­ing­in gangi ekki á gæði nátt­úr­unn­ar til framtíðar,“ seg­ir hann til að lýsa þessu nán­ar.

Samtals átta friðlýsingarverkefni eru í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Sam­tals átta friðlýs­ing­ar­verk­efni eru í vinnslu í um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu. Kort/​mbl.is

Fjár­magn þarf að fylgja fjölg­un friðlýstra svæða

Hluti af friðlýs­ingu er að bæta innviði á svæðunum. Það get­ur átt við upp­bygg­ingu sem stýr­ir ferðafólki á viðkvæm­um svæðum, en líka land­varsla sem og auk­in upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir gesti þannig að þeir geti fræðst um viðkom­andi svæði og hvað það er sem valdi því að það hafi verið friðlýst.

Það er því ljóst að fjölg­un friðlýstra svæða þarf að fylgja aukið fjár­magn eigi þetta mark­mið að ganga eft­ir að sögn Guðmund­ar Inga. Vís­ar hann meðal ann­ars til þess að í síðustu viku hafi hann til­kynnt um 2,6 millj­arða fjár­veit­ingu í landsáætl­un 2021-2023, en þar fá 180 verk­efni á um 100 stöðum fjár­veit­ingu til upp­bygg­ing­ar. Sem dæmi var veitt fé til upp­bygg­ing­ar göngu­brú­ar og sal­ern­isaðstöðu við Dranga á Strönd­um, en það svæði er í friðlýs­ing­ar­ferli.

Hjá Umhverfisstofnun eru 15 friðlýsingaverkefni í vinnslu og eru þau …
Hjá Um­hverf­is­stofn­un eru 15 friðlýs­inga­verk­efni í vinnslu og eru þau svæði um allt land. Kort/​mbl.is

„Það skipt­ir miklu máli að láta fjár­magn og fjölda friðlýs­inga fylgj­ast að,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi og bæt­ir við að með friðlýs­ingu verði til krafa og skylda á hend­ur rík­inu að sinna svæðunum sem friðlýst eru.

Geys­ir, Kerl­ing­ar­fjöll, Jök­ulsá á Fjöll­um og Látra­bjarg

Af þeim 14 friðlýs­ing­um sem hafa átt sér stað á kjör­tíma­bil­inu seg­ir Guðmund­ur Ingi að efst í huga hans séu Geys­ir, Kerl­ing­ar­fjöll og Jök­ulsá á Fjöll­um. „Geys­ir er mjög gott dæmi. Að við séum núna loks­ins búin að friðlýsa Geysi sem er eitt fræg­asta há­hita­svæði og eitt fræg­asta gos­hvera­svæði í heimi. Það er sér­stakt ánægju­efni að þeirri vinnu sé nú lokið,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Kerl­ing­ar­fjöll sem hann seg­ir nátt­úruperlu á heims­mæli­kv­arða. „Líka að það sé búið að vernda Jök­ulsá á Fjöll­um gegn ork­u­nýt­ingu yfir 10 MW, því það að Jök­ulsá á Fjöll­um renni óbeisluð frá upp­tök­um til ósa tel ég vera stórt nátt­úru­vernd­ar­mál.“

 „Að ógleymdu Látra­bjargi,“ bæt­ir Guðmund­ur Ingi við og nefn­ir að þar sé um að ræða ein stærstu fugla­björg Evr­ópu og stærstu þekktu álku­byggð í heimi. „Það skipt­ir rosa­lega miklu máli að koma þess­um svæðum í friðlýs­ingu og tryggja vernd þeirra til framtíðar,“ seg­ir hann.

Á Látrabjargi má finna mikla líffræðilega fjölbreytni og fjölskrúðugt fuglalíf …
Á Látra­bjargi má finna mikla líf­fræðilega fjöl­breytni og fjöl­skrúðugt fugla­líf en mark­mið friðlýs­ing­ar­inn­ar er ein­mitt að vernda sér­stætt og fjöl­breytt líf­ríki svæðis­ins og búsvæði fugla. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Há­lend­isþjóðgarður­inn stærst­ur, en fjöldi annarra verk­efna

Stærsta verk­efnið á lista Guðmund­ar Inga varðandi friðlýs­ingu í vinnslu er miðhá­lend­isþjóðgarður, en mikið hef­ur verið rætt og skrifað um þau áform. Guðmund­ur Ingi seg­ir það stærsta málið. Ef við ein­blín­um hins veg­ar á önn­ur verk­efni seg­ir hann að þar sé mik­il­væg­ast að klára verk­efni sem tengj­ast þjóðgarði á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, Dröng­um á Strönd­um og Dyr­fjöll­um og Stór­urð á Aust­ur­landi.

„Þarna er tæki­færi í héraði að laða að ferðamenn“

Vinna við þjóðgarðinn á sunn­an­verðum Vest­fjörðum hófst á kjör­tíma­bil­inu og seg­ir Guðmund­ur Ingi að sátt sé um málið í héraði og að mestu leyti meðal þeirra sem hafi tjáð sig um þau áform. Geng­ur það út á að sam­eina friðlandið í Vatns­firði og Dynj­anda og stækka það svæði mikið. Þannig kæmi til dæm­is Hrafns­eyri inn í þjóðgarðinn sem og Langi­botn í Geirþjófs­firði sem er sögu­svið í Gísla­sögu auk þess sem Hrafna-Flóki er sagður hafa gefið þar land­inu nafnið Ísland. „Þarna er tæki­færi í héraði að laða að ferðamenn,“ seg­ir hann.

Varðandi Dyr­fjöll og Stór­urð seg­ir Guðmund­ur Ingi að gera megi ráð fyr­ir að friðlýs­ing­ar­ferlið klárist þar í vor eða sum­ar og þá sé nú unnið á fullu að því að klára mál Dranga á Strönd­um þar sem land­eig­end­ur hafi óskað eft­ir friðlýs­ingu. „Það væri fyrsta friðlýs­ing­in í friðlýs­ing­ar­flokki óbyggðra víðerna. Það væri stórt skref.“

Stórurð er í Urðardal í Hjaltastaðaþinghá og þykir stórfenglegt náttúrufyrirbrigði. …
Stór­urð er í Urðar­dal í Hjalt­astaðaþing­há og þykir stór­feng­legt nátt­úru­fyr­ir­brigði. Guðmund­ur Ingi ger­ir ráð fyr­ir að friðlýs­ing svæðis­ins klárist í vor eða sum­ar. Ljós­mynd/​Helgi Magnús Arn­gríms­son

„Ég held að 15-20 séu al­veg raun­hæf tala“

Þegar horft er til þess að 14 svæði hafa klár­ast á síðustu þrem­ur og hálfu ári, en að 23 svæði séu í friðlýs­ing­ar­ferli og aðeins hálft ár eft­ir að kjör­tíma­bil­inu er rétt að spyrja Guðmund Inga hvort hann telji raun­hæft að þessi vinna klárist fyr­ir kosn­ing­ar í sept­em­ber. „Þetta er ekki allt komið á lokastað þannig að það eigi bara eft­ir að stimpla papp­ír­ana, en flest af þessu er í kynn­ingu núna,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Ég get þó ekki full­yrt að allt af þessu klárist á tíma­bil­inu.“ Spurður nán­ar út í þann fjölda sem hann telji að muni klár­ast til viðbót­ar við það sem þegar er komið seg­ir Guðmund­ur Ingi: „Ég held að 15-20 séu al­veg raun­hæf tala.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka